Útvarpsstöðin Flass 104,5 hefur hafið útsendingar í Skagafirði á tíðninni FM 93.7. Útsendingarsvæði stöðvarinnar er nú á Höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og nú í Skagafirði en ráðgert er að stækka útsendingarsvæðið enn frekar.
„Starfsfólk Flass óskar Skagfirðingum nær og fjær til hamingju með nýja og ferska tóna“ segir í fréttatilkynningu en þar kemur einnig fram að Flass hefur verið leiðandi í nýrri og ferskri tónlist fyrir ungt fólk á Íslandi í rúm 6 ár. Á stöðinni starfa þekktir útvarpsmenn og má þar nefna Þröst 3000, Yngva Eysteins og Sigga Gunnars.