Fjórir sóttu um starf forstöðumanns Bókasafns Fjallabyggðar

Starf forstöðumanns Bókasafns Fjallabyggar var auglýst á dögunum eftir að forstöðumaðurinn sagði starfi sínu lausu. Alls bárust fjórar umsóknir um starfið en umsóknarfrestur rann út þann 4. september síðastliðinn. Fljótlega verða umsækjendur teknir í viðtöl vegna starfsins.

Umsækjendur eru:
Anna Bryndís Sigurðardóttir, sérfræðingur.
Birgitta Þorsteinsdóttir, starfsmaður í aðhlynningu.
Bylgja Hafþórsdóttir, þjónustufulltrúi.
Valdimar O. Hermannsson, verkefnastjóri.