Fjórir leikmenn hafa samið við meistaraflokk Tindastóls í knattspyrnu.  Edvard Börkur Óttharsson sem spilaði með liði Tindastóls á síðustu leiktíð, en var þá á láni frá Val. Edvard spilaði fimm leiki fyrir meistaraflokk Tindastóls á síðu leiktíð og lék með 2. flokki.
Nú er hann formlega orðinn leikmaður Tindastóls.

Hilmar Þór Kárason frá Blönduósi spilaði 13 leiki og skoraði eitt mark með sameiginlegu liði Tindastóls/Hvatar á síðustu leiktíð.  Hvöt er ekki með lið þetta árið og hefur hann því skipt yfir í Tindastól.

Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson frá Blönduósi spilaði 20 leiki með meistaraflokki Tindastóls á síðustu leiktíð og var liðsmaður Hvatar, en hefur nú skipt yfir í Tindastól.

Magnús Örn Þórsson kemur frá Valsmönnum. Magnús spilaði 19 leiki og skoraði 3 mörk fyrir Njarðvík á síðustu leiktíð.