Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 15-22 ára, fór fram í Reykjavík helgina 4.-5. febrúar. Keppendur UMSS unnu 4 Íslandsmeistaratitla á mótinu og auk þess 4 silfur og 3 brons.
Verðlaunahafar UMSS:
Daníel Þórarinsson (18-19) sigraði í 200m, varð í 2. sæti í 60m og 800m.
Jóhann Björn Sigurbjörnsson (16-17) sigraði í 60m hlaupi, varð 2. í 200m og 3. í hástökki.
Ísak Óli Traustason (16-17) sigraði í hástökki, varð 3. Í 60m grindahlaupi.
Halldór Örn Kristjánsson (20-22) sigraði í hástökki.
Þorgerður Bettína Friðriksdóttir (16-17) varð í 2. sæti í 200m.
Guðjón Ingimundarson (20-22) varð í 3. sæti í 60m grindahlaupi.
Skagfirsku piltarnir í flokki 16-17 ára urðu í 3. sæti í stigakeppninni, en hópurinn allur hafnaði í 6. sæti af 19 liðum í samanlagðri stigakeppni mótsins.