Fjölmenni á Skíðasvæðinu í Skarðsdal

Það var fjölmenni í fallegu veðri á Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði í dag. Svæðið opnaði kl. 11 í morgun og lokaði kl. 17. Færið var mjög gott og þurr snjór.  Töluvert hefur bætt í snjó á svæðinu síðustu daga og verið mikið að gera við að ryðja hann og gera brautir klárar.