Jólabærinn Ólafsfjörður stóð undir nafni í gær. Jólatréð var tendrað og jólamarkaður var í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Fjölmenni var í miðbænum við þessa viðburði og skemmti fólk sér vel í góðu veðri. Í kvöld verður aðventuhátíð í Ólafsfjarðarkirkju kl.17:00. Skúli Pálsson tók myndir sem fylgja fréttinni.