Fjölmenni á afmælishátíð Siglufjarðar

Fjölmenni kom saman í íþróttahúsinu á Siglufirði þar sem hátíðardagskrá var sunnudaginn 20. maí vegna 100 ára afmælis Siglufjarðarkaupstaðar. Dagskráin hófst með Hátíðarfundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar þar sem tímamóta samþykkt bæjarstjórnar var undirrituð. Gunnar bæjarstjóri setti hátíðina og nokkur ávörp voru flutt, ásamt fjölda skemmtiatriða.