Tilkynning frá Skólaheilsugæslunni Árskóla:

Við viljum brýna fyrir fólki að vera vel á verði næstu vikurnar og skoða og kemba hár barna sinna reglulega. Þeir sem nú þegar hafa fengið lús þurfa sérstaklega að fylgjast vel með því oft lifir nitin (egg lúsarinnar) af meðferð lúsameðala og þá getur lúsin kviknað aftur. Til að hindra útbreiðslu er gott ef börn eru með buff eða hárbönd og stúlkur með sítt hár ættu að hafa það bundið í teygju eða fléttu. Ræðið gjarnan um það við börnin að ekki ætti að skiptast á húfum eða hárburstum og góð regla er að skoða vel í hár barna sem hafa gist að heiman eða verið í ferðalögum og keppnisferðum.
Lúsasmit ber að tilkynna til skóla eða heilsugæslu og mikilvægt að láta leikfélaga, ættingja eða aðra sem barnið er mikið í umgengni við, vita.
Hægt er að leita upplýsinga hjá skólahjúkrunarfræðingi (Margrét 8475691).
Gangi ykkur vel.

Tilkynning frá Skólaheilsugæslunni Árskóla:

Við viljum brýna fyrir fólki að vera vel á verði næstu vikurnar og skoða og kemba hár barna sinna reglulega. Þeir sem nú þegar hafa fengið lús þurfa sérstaklega að fylgjast vel með því oft lifir nitin (egg lúsarinnar) af meðferð lúsameðala og þá getur lúsin kviknað aftur. Til að hindra útbreiðslu er gott ef börn eru með buff eða hárbönd og stúlkur með sítt hár ættu að hafa það bundið í teygju eða fléttu. Ræðið gjarnan um það við börnin að ekki ætti að skiptast á húfum eða hárburstum og góð regla er að skoða vel í hár barna sem hafa gist að heiman eða verið í ferðalögum og keppnisferðum.
Lúsasmit ber að tilkynna til skóla eða heilsugæslu og mikilvægt að láta leikfélaga, ættingja eða aðra sem barnið er mikið í umgengni við, vita.
Hægt er að leita upplýsinga hjá skólahjúkrunarfræðingi (Margrét 8475691).
Gangi ykkur vel.