Húsasmiðjumótið var haldið á Siglógolf á Siglufirði um síðastliðna helgi. Fjöldi kylfinga voru skráðir og voru nokkrir settir á biðlista, en 56 kylfingar tóku þátt í 28 liðum, en keppt var í Texas Scramble. Veður var með besta móti þennan daginn á Siglufirði, um 20 stiga hiti og alger blíða. Allir keppendur sælir og glaðir með mjög skemmtilegt mót og góðan völl.

Fyrstu þrjú sætin hlutu vegleg verðlaun frá Húsasmiðjunni og veitt voru nándarverðlaun á þremur holum auk fjölda aukaverðlauna.

Í fyrsta sæti var lið -3. Bryndís Þorsteinsdóttir og Sævar Örn Kárason.

Í öðru sæti var lið Klemmaborgarar. Ármann Viðar Sigurðsson og Sigurbjörn Þorgeirsson.

Í þriðja sæti var lið Austurkóngar. Finnur Heimisson og Finnur Mar Ragnarsson.

Nándarverðlaun á holu 6 hlaut Kjartan Már Kjartansson.
Nándarverðlaun á holu 7 hlaut Heiða Guðnadóttir.
Nándarverðlaun á holu 9 hlaut Þorsteinn Jóhannsson.

Image may contain: one or more people, people standing, sky, child, tree, outdoor and nature

Mynd: Héðinsfjörður.is / MRM