Í byrjun vikunnar var haldinn útivistardagur hjá 6.-10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar. Nemendur og kennarar gengu mismunandi leiðir í góða veðrinu og voru allir glaðir og sáttir í lok dags.

6.bekkur gekk inn Burstabrekkudal, 7.bekkur gekk út í Fossdal og 8.-10.bekkur fór með rútu inn fyrir Múlagöngin og gengu gamla Múlaveginn til baka. Í lok dags gafst nemendum svo kostur á því að fara í sund og slaka á.

Frá þessu var greint á vef Grunnskóla Fjallabyggðar og koma myndir einnig þaðan.

Myndir: Grunnskóli Fjallabyggðar.

2

4

Myndir: Grunnskóli Fjallabyggðar.