Gestur Hansa og félagar hjá Top Mountaineering á Siglufirði bjóða upp á fjölbreyttar ferðir í júní fyrir íbúa og ferðamenn í Fjallabyggð. Föstudaginn 14. júní verður siglt á Siglunes. Fimmtudaginn 20. júní verður fjölskylduganga í Tjarnardali og er frítt í þessa gönguferð. Föstudaginn 21. júní verður gengið á Skrámu. Sunnudaginn 23. júní verður Jónsmessuganga og mánudaginn 24. júní verður tilboð á kayak hjá Topmountaineering.

Dagskrá Topmountaineering í júní:

Siglt á Siglunes, skriðurnar heim.

Föstudaginn 14 júní. kl 19.00.

Leiðsögn um nesið skriðurnar gengnar heim.
Áætlaður tími í ferðinni 4-5 kls.
verð í ferðina er 10. þús. á mann.
Takmarkaður fjöldi.

Upplýsingar 898-4939.

Ævintýri á gönguför.

Fimmtudaginn 20 júní kl 18.00.
Tjarnadalir fjölskylduganga,auðveld og skemmtileg
Gangan tekur um 2- 3 tíma .
Frítt í gönguna.

Sumarsólstöður.

Gengið á Skrámu.

Föstudaginn 21 júní kl 20.00
Gengið upp í Hvanneyraskál – Gróuskarðshnjúk -Hvanneyrahyrnu –
þaðan eggjarnar út á Skrámu.
Stórbrotið útsýni í allar áttir.
Gangan tekur um 4-5 tima.
Verð 3.000

Jónsmessuganga.

Sunnudaginn 23 júní kl 11.00
Gengið uppúr Skarðdalsviki,suður fjallseggjarnar (Hákambana)
niður í Blekkingsskál og út Hólsdal
Skemmtileg gönguleið með mögnuðu útsýni.
Endum síðan í fallegu Skógræktinni okkar,
þar sem boðið verður uppá kjötsúpu.
Verð 4.500

Kayakævintýri.

Mánudaginn 24 júní kl 18.00
Tilboð á Kayakferðum, 7.000 kr.

Upplýsingar og skráning í síma 8984939 / 8577316.

Kayakferðir á Siglufirði