Fjögurra skóga hlaupið fer fram í suðurhluta Fnjóskadals laugardaginn 27. júlí næstkomandi. Hægt verður að velja um fjórar vegalengdir 4,3 km, 10,3 km, 17,6 km og 30,6 km.  Þeir skógar sem hlaupið er eftir eru: Reykjaskógur, Þórðarstaðaskógur, Lundsskógur og Vaglaskógur.

Fjögurra skóga hlaupið er haldið til styrktar Björgunarsveitarinnar Þingey. Fyrsta hlaupið var haldið sumarið 2011.

Nánari lýsing:

4,3 km: -2.000 kr. – Skemmtiskokk – Þessi leið er líka hugsuð sem gönguleið, engin tímataka og frítt fyrir 14 ára og yngri. Ræst frá gróðrarstöðinni í Vaglaskógi og þaðan haldið norður í gegnum skóginn yfir Hálsmela. Hægt að skrá sig á staðnum.

10,3 km: – 4.500 kr.- Ræst frá gömlu bogabrúnni. Hlaupið suður Vaglaskóg. Sunnan við verslunina er hlaupið eftir bökkum Fnjóskár og meðfram ánni til suðurs. Við bæinn Mörk sameinast hlaupaleiðir og þá er haldið til norðurs í gegnum Vaglaskóg.

17,7 km: – 5.500 kr. Ræst frá Fnjóskárbrú við Illugastaði. Hlaupið sem leið liggur gegnum Þórðarstaðaskóg, Lundsskóg og Vaglaskóg.

30,6 km: -6.500 kr. Ræst sunnan Reykjaskógar. Hlaupið norður í gegnum Reykjaskóg að Illugastöðum, þaðan austur yfir brú og áfram í norður gegnum Þórðarstaðaskóg, Lundsskóg og Vaglaskóg.

Image may contain: text and outdoor