Alls eru fjögur korónveirusmit staðfest á Norðurlandi og eru 431 í sóttkví á öllu Norðurlandi. Tvö þessara smita hafa komið upp á Hvammstanga og er talað um að 130 heimili séu í sóttkví þar. Eitt staðfest smit er á Grenivík og er viðkomandi í einangrun og annar í sóttkví. Alls eru 409 smit staðfest á Íslandi og hefur fjölgað mikið síðustu daga.

Ljósmynd: Héðinsfjörður.is/Magnús Rúnar Magnússon