Vegna rigninga síðustu vikur þá var nokkrum golfmótum frestað sem áttu að vera á Siglógolf á Siglufirði. Nýjar dagsetningar eru nú komnar fyrir frestuðu mótin og verður þétt dagskráin á vellinum næstu vikuna. Í dag og á morgun verður Rauðkumótaröðin haldin á vellinum og einnig miðvikudaginn 28. ágúst, en þá ráðast úrslitin í mótaröðinni. Kvennamótið ChitoCare Beauty Open fer fram laugardaginn 24. ágúst. Siglfirðingamótið fer fram laugardaginn 31. ágúst á Siglógolf.

Nánar verður greint frá úrslitum mótana hér á vefnum.

UPPFÆRT: ChitoCare open hefur verið frestar og verður líklega haldið í september.