Fjarðargangan í miðbæ Ólafsfjarðar

Fjarðargangan á vegum Skíðafélags Ólafsfjarðar verður haldin í Ólafsfirði laugardaginn 9. febrúar næstkomandi.  Göngubrautin verður lögð í bænum og vegna þess verður truflun á umferð í efri byggð bæjarins og eru íbúar, Hornbrekkuvegar, Túngötu og Hlíðarvegar beðnir um að sýna þessu skilning og nýta sér Brimnesveg og gatnamót Brekkugötu í staðinn. Hornbrekkuvegur og Þverbrekkuvegur verða lokaðir á meðan á keppni stendur.

Vegna snjóflóðahættu í Skeggjabrekkudal var brautin færð niður í bæ. Ræsing verður við íþróttahúsið í Ólafsfirði. Talið er að þetta sé í fyrsta sinn sem Íslandsgangan eða almenningsganga fer fram innanbæjar.

150 manns taka þátt í ár og er uppselt á gönguna.

Truflunin stendur yfir frá kl. 09:00-17:00 laugardaginn 9. febrúar, meðan keppnin fer fram. Einnig geta einhverjar tafir og truflanir orðið föstudaginn 8. febrúar meðan mokað verður í göturnar og brautin lögð.

Lokahóf Fjarðargöngunnar fer svo fram í menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði um kvöldið.

No photo description available.