Árlega veitir Fjallabyggð félögum og félagasamtökum í Fjallabyggð styrki vegna fasteignaskatts. Björgunarsveitir, íþróttafélög, söfn og önnur góðgerðarfélög fá styrki sem munar sannarlega um á ársgrundvelli.

Alls námu styrkir fyrir árið 2020 tæplega 3,4 milljónir. Stærstu styrkirnir voru yfir 600.000 kr. en þeir lægstu voru undir 20.000 kr.