Fjallabyggð styrkir átakið Á allra vörum

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að styrkja verkefnið Á allra vörum um 100.000 kr, en safnað er fyrir Kvennaathvarfið í ár. Safnað er fyrir styrk til uppbyggingar á varanlegu húsnæði fyrir konur og þeirra börn sem eiga ekki í öruggt hús að venda að lokinni dvöl í Kvennathvarfinu.