Fjallabyggð hefur tekið ákvörðun um að loka líkamsræktum og íþróttasölum Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar á meðan á samkomubanni stendur. Lokunin tekur gildi frá og með sunnudeginum 22. mars 2020.

Sundlaugar verða áfram opnar með áður auglýstum skilyrðum þ.e. opnunartími verður eins og verið hefur í sundlaug nema að lokað verður á milli kl. 13:00 – 15:00 alla virka daga vikunnar vegna aukaþrifa. Gufubað og kalda karið verður lokað tímabundið. Fjöldatakmarkanir verða með þeim hætti að aldrei verður fleiri en 20 einstaklingum heimilt að vera í klefum á sama tíma.