Fjallabyggð hefur samþykkt að fara í markaðsherferð með auglýsingastofunni Pipar/TBWA fyrir um rúmar 2 milljónir króna samkvæmt áætlun.  Herferðin miðast við að því að Íslendingar ferðist innanlands til Fjallabyggðar í sumar, og einnig verður möguleiki að nýta markaðsvinnuna í að kynna möguleika fólks til að flytja til Fjallabyggðar. Fyrsti fasi auglýsinganna verður um þrír mánuðir.

Farið verður í framleiðslu myndbanda sem bæði draga fram kosti þess að ferðast á svæðið og kosti þess að starfa og búa í Fjallabyggð. Einnig verður unnin auglýsingaherferð fyrir samfélagsmiðla, uppsetning og rekstur ásamt hönnun vefborða og leitarvélaherferð fyrir google, þar sem keypt eru leitarorð sem beinast að þeim leitum sem Íslendingar leita eftir við val á áfangastað innanlands.