Fjallabyggð hefur samþykkt að kaupa 12 vatnslitamyndir af snjóflóðavarnargörðum á Siglufirði frá landslagsarkitektinum og listamanninum Reyni Vilhjálms. Reynir dvaldi í Herhúsinu á Siglufirði í sumar og hélt sýningu á verkum sínum þar.  Fjallabyggð hefur samþykkt að kaupa 12 af þessum frábæru myndum Reynis til eignar á 450.000 krónur. Reynir hannaði landslagið í kringum snjóflóðavarnargarðana sem eru á Siglufirði.

Myndirnar sýna hönnun og lögun snjóflóðavarnargarðanna og samspil þeirra við náttúru og byggðina í Siglufirði og er falleg heimild um þessi miklu mannvirki.

Ritstjóri vefsins heimsótti Reyni í sumar í Herhúsið á sýningaropnuna hjá honum og eru myndirnar með fréttinni teknar í því tilefni.

Myndir: Héðinsfjörður.is / Magnús Rúnar Magnússon. Afritun og birting óheimil án leyfis.
Myndir: Héðinsfjörður.is / Magnús Rúnar Magnússon. Afritun og birting óheimil án leyfis.
Myndir: Héðinsfjörður.is / Magnús Rúnar Magnússon. Afritun og birting óheimil án leyfis.
Myndir: Héðinsfjörður.is / Magnús Rúnar Magnússon. Afritun og birting óheimil án leyfis.
Myndir: Héðinsfjörður.is / Magnús Rúnar Magnússon. Afritun og birting óheimil án leyfis.