Dagur tvö á Þjóðlagahátíð 2019 er hafinn og er dagskráin þétt í dag. Barnatónleikar verða Siglufjarðarkirkju og íslensk þjóðlög síðar um kvöldið. Ástar og baráttusöngvar verða í Bátahúsinu og einnig verða tónleikar í Bátahúsinu.
Dagskrá:
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019
BARNATÓNLEIKAR
Siglufjarðarkirkja 17.00
Marta G. Halldórsdóttir og Örn Magnússon syngja og leika íslensk þjóðlög. Aðgangur ókeypis.
URÐARMÁNI OG UPPVAKNINGAR
ÍSLENSK ÞJÓÐLÖG Í NÝJUM ÚTSETNINGUM
Siglufjarðarkirkja 20.00
Tríóið Máninn líður. Anna Jónsdóttir söngur, Ute Völker harmónika, Ursel Schlicht píanó.
VIVE L’AMOUR!
ÁSTAR- OG BARÁTTUSÖNGVAR ÚR ÖLLUM HEIMSHORNUM
Bátahúsið 21.30
Johanna Zwaig söngur og Ragnar Heyerdahl fiðla, Noregi
HUGSANASUND
Bræðsluverksmiðjan Grána 23.00
Ásta Kristín Pjetursdóttir er útlærður víóluleikari en hér syngur hún eigin lög og leikur með á gítar. Hún vann til verðlauna á Músíktilraunum.