Afmælishelgi Berjadaga hefst fimmtudagskvöldið 16. ágúst í Ólafsfjarðarkirkju. Helgin hefst með fjörmikillli dagskrá fiðluleikaranna Páli Palomares og Veru Panitch. Páll og Vera sitja nú bæði í leiðandi stöðum við Sinfóníuhljómsveit Íslands eftir langt og strangt einleikaranám. Þau eru upprennandi listamenn á Íslandi eftir búsetu í Danmörku, sem er heimaland Veru.

Á tónleikunum hljómar hin stóra Chaconna eftir Bach auk einleiksstykkja eftir Fritz Kreisler og Manuel de Falla. Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari bætist við í verkum eftir Piotr Tchaikovsky og Pablo de Sarasate fyrir fiðlu og píanó. Páll og Vera léku heillandi dagskrá í Ríkisútvarpið á aðfangadagskvöld þar sem þau fluttu dúetta. Núna endurtaka þau samleikinn á Berjadögum. Í þetta skiptið er það margslungið tónmál dúettasnillingsins Béla Bartók. Einnig leika þau sjaldheyrð lög eftir Shostakovich ásamt Evu Þyri.

Fimmtudagur 16. ágúst kl. 20 – Ólafsfjarðarkirkja

Upphafstónleikar

Páll og Vera

Páll Palomares fiðla
Vera Panitch fiðla
Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó

 

Miðaverð: 3.000 kr. / Frítt fyrir börn og unglinga 18 ára og yngri
Hátíðarpassi Berjadaga: 7.000 kr. (allir viðburðir)
Miðasala: midi.is og tix.is, og við inngang Ólafsfjarðarkirkju