Fimm Jólasýningar Einars Mikael á Norðurlandi næstu daga

Töframaðurinn Einar Mikael mun vera með fimm jólasýningar á Norðurlandi næstu daga. 15. desember  verður hann í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit, 16. desember í Rósenborg á Akureyri, 18. desember í Króskbíó á Sauðárkróki, 19. desember í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og 20. desember í Ungó á Dalvík.

Jólasýning Einars Mikaels er ný sýning sem er troðfull af ótrúlegum töfrabrögðum og mögnuðum sjónhverfingum. Einar leyfir áhorfendum að taka virkan þátt í sýningunni og velur hann oftar en ekki unga áhorfendur úr sal til að aðstoða hann í töfrabrögðunum.

Beint eftir sýningarnar er gestum boðið uppá myndatöku með Einari og hægt er að kaupa ýmsan töfravarning eftir sýningarnar galdrabækur og töfradót.