Allar ferðir Strætisvagna Akureyrar falla niður í kvöld og í fyrramálið vegna ofsaveðurs og ófærðar. Síðustu ferðir dagsins verða farnar á sjötta tímanum:

Leið 1 fer síðustu ferð frá Miðbæ klukkan 17:30
Leið 2 fer síðustu ferð frá Miðbæ klukkan 17:07
Leið 3 fer síðustu ferð frá Miðbæ klukkan 17:06
Leið 4 fer síðustu ferð frá Miðbæ klukkan 17:35
Leið 5 fer síðustu ferð frá Miðbæ klukkan 17:10
Leið 6 fer síðustu ferð frá Miðbæ klukkan 17:18

Í fyrramálið er gert ráð fyrir að það verði mikil ófærð Á Akureyri og ekkert ferðaveður og er því ekki gert ráð fyrir að farnar verði ferðir fyrir hádegi.