Ferðaþjónustuaðilar í Ólafsfirði funda

Ferðaþjónustuaðilar og áhugafólk um ferðaþjónustu í Ólafsfirði munu hittast á morgunverðarfundi á Kaffi Klöru í Ólafsfirði, laugardaginn 17. mars. Markmið fundarins er að kortleggja ferðaþjónustu og aðra þjónustu sem er í boði í Ólafsfirði og ræða hugmyndir hvernig ferðaþjónustuaðilar geti gert sig sýnilegri.

Fundurinn hefst kl. 9:30 á Kaffi Klöru og stendur til klukkan 12:00.