Alls komu 2577 ferðamenn á upplýsingamiðstöðina á Siglufirði árið 2019 og er það töluverð fækkun frá 2018 en þá komu 3860 ferðamenn í Upplýsingamiðstöðina. Í Ólafsfirði komu 160 ferðamenn í upplýsingamiðstöðina þar sem er einnig fækkun frá árinu 2018 en þá voru þeir 302. Þetta kom fram á fundi markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar.