Alls bárust 75 umsóknir um styrki til smærri verkefna til úrbóta í umhverfismálum á ferðamannastöðum, sem Ferðamálastofa auglýsti á dögunum. Heildarupphæð styrkóska um 49 milljónir króna en til úthlutunar eru 8 milljónir króna. Áhersla er á verkefni er tengjast uppbyggingu og vöruþróun göngu- og hjólaleiða, bættu aðgengi og öryggi ferðamanna og söguferðamennsku. Hámarksupphæð hvers styrks verður 800 þúsund krónur og er hann ætlaður fyrir efniskostnaði og/eða hönnun. Ekki er veittur styrkur fyrir eldsneyti, fæðiskostnaði eða vinnuframlagi við framkvæmdir. Reiknað er með að tilkynna um úthlutun í byrjun apríl.