Nemendur 8. – 10. bekkjar í Grunnskólanum austan Vatna í Skagafirði tóku nýlega þátt í verkefni sem ber yfirskriftina Landsbyggðarvinir. Verkefnið miðar að því að nemendur leiti leiða til að efla og styrkja heimabyggð sína með því að leggja fram sínar eigin hugmyndir, tillögur til úrbóta, fylgja þeim eftir og framkvæma.
Tveir nemendur Grunnskólans Austan Vatna í Skagafirði hlutu þriðju verðlaun fyrir verkefni sín um Íþróttamiðstöð á Hólum og á Hofsósi. Inga Sara Eiríksdóttir í 9. bekk og Íris Lilja Jóhannsdóttir í 8. bekk. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í húsakynnum Háskólans í Reykjavík. Formaður dómnefndar var Steinunn Vala Sigfúsdóttir og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir verndari Landsbyggðarvina afhenti verðlaunin en nemendur úr Strandabyggð urðu í efstu sætunum.