Hafnarstjórn Fjallabyggðar birti aflatölur fyrstu þriggja mánaða ársins á fjarfundi sem haldinn var í vikunni. Á Siglufirði var aflinn 3.503 tonn í 119 löndunum, en var 5.893 tonn í 271 löndunum á sama tíma árið 2019. Munaði því talsvert á fjölda landana og afla á þessum fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við sama tíma árið 2019.
Í Ólafsfirði var aflinn fyrstu þrjá mánuði ársins 125 tonn í 109 löndunum, en var 177 tonn í 162 löndunum á sama tímabili árið 2019.