Mun færri ferðamenn hafa nýtt sér Upplýsingarmiðstöðvar í Fjallabyggð fyrstu 8 mánuði ársins miðað við sama tíma síðustu tvö ár. Á Siglufirði hafa aðeins 2288 ferðamenn heimsótt upplýsingamiðstöðina frá janúar til ágúst en voru á sama tíma 3452 árið 2018 og árið 2017 voru heimsóknir ferðamanna 3351 á sama tíma. Upplýsingamiðstöðin á Siglufirði er mjög vel staðsett í Ráðhúsi Fjallabyggðar, skammt frá tjaldsvæðinu.

Í Ólafsfirði eru þessar tölur mun lægri einhverja hluta vegna, en heimsóknir ferðamanna á Upplýsingamiðstöðina í Ólafsfirði fyrstu 8 mánuði ársins voru aðeins 136, en voru 284 árið 2018 og 363 árið 2017.

Ekki er ástæða til að ætla að þessar tölur endurspegli í raun fækkun ferðamanna í Fjallabyggð á milli ára.

Mynd: Héðinsfjörður.is/ Magnús Rúnar Magnússon
Mynd: Héðinsfjörður.is /Magnús Rúnar Magnússon