Vegna opnunar á sorpmóttökusvæði í Varmahlíð er fyrirhugað að fækka móttökustöðvum fyrir sorp í framhéraði Skagafjarðar. Nýja svæðið verður afgirt með 2m grindargirðingu og verður opið á fyrirfram ákveðnum opnunartímum. Starfsmaður verður á svæðinu á meðan það er opið og aðstoðar við flokkun.

Ein helsta forsenda ákvörðunar sveitarfélagsins Skagafjarðar um byggingu nýrrar sorpmóttökustöðvar í Varmahlíð var að bæta flokkun.

Umhverfis og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar  hefur ákveðið að öllum gámastöðum verði lokað vestan Héraðsvatna þegar að nýja móttakan verður opnuð.