Fólksfækkun hefur orðið í Dalvíkurbyggð síðan 1. desember 2019, en íbúar voru þá alls 1902 en voru núna 1. apríl 1886 og fækkaði um 16, eða 0,8%. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands.

Í Fjallabyggð fækkaði aðeins um 1, voru íbúar 2006 þann 1. apríl síðastliðinn. Íbúum á Akureyri fjölgaði um 11 á þessu sama tímabili og voru 19.035.