Árið 2006 var kosið um sameiningu sveitarfélaganna Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Á Siglufirði sögðu 86% þeirra sem greiddu atkvæði já við sameingu og 77% Ólafsfirðinga. Kjörsókn á Siglufirði var rúmlega 60% og um 70% í Ólafsfirði. Árið 2007 var sameinað sveitarfélag með 2280 íbúa en í lok árs 2016 voru íbúar 2025, eða 255 færri. Um haustið 2006 hófust sprengingar fyrir Héðinsfjarðargöngum og fjórum árum síðar opnuðu göngin og tengdu bæina saman. Til samanburðar þá bjuggu 1958 manns í Dalvíkurbyggð árið 2007, en í lok árs 2016 bjuggu 1840 manns, eða 118 færri.
Íbúafjöldi | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 | 2017 |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Alls | Alls | Alls | Alls | Alls | Alls | Alls | Alls | Alls | Alls | Alls | |
Fjallabyggð | |||||||||||
Alls | 2.280 | 2.195 | 2.127 | 2.066 | 2.030 | 2.035 | 2.012 | 2.010 | 2.037 | 2.025 | 2.033 |