Eyfirski safnadagurinn er haldinn árlega og í ár er þemað vinabæir. Safnadagurinn í ár verður haldinn laugardaginn 5. maí. Frítt er inn á fjölmörg söfn á Norðurlandi í tilefni dagsins. Vefsíðan sofn.is hefur að geyma fjölmörg söfn á landinu, og þar er hægt að skoða öll söfn á Norðurlandi.
Markmiðið með deginum er að vekja athygli á þeirri fjölbreyttu og áhugaverðu safnaflóru sem Eyjafjörður og Norðurland hefur upp á að bjóða. Söfnin munu þennan dag kynna starfssemi sína og bjóða uppá margt áhugavert þar má nefna listflug, ratleik, upplestur, leiðsögn, bátsferð, brauðbakstur á hlóðum og gamaldags leiki.