Háskólanemar frá Gustavus Adolphus College í Minnesota í Bandaríkjunum heimsóttu Menntaskólann á Tröllaskaga í vikunni. Þetta var tuttugu manna hópur á aldrinum 18-21 árs ásamt kennurum sínum.

Nemendurnir taka í janúarmánuði námskeið sem er ferðalag. Gjarnan er farið á framandi slóðir og námið hugsað til undirbúnings nemenda fyrir starfsferil þeirra. Áhersla er á samþættingu greina á borð við bókmenntir, hagfræði, hjúkrun, landfræði og lýðheilsu.

Hópurinn verður þrjár vikur á Íslandi og kynnir sér sérstaklega atvinnulíf, mannlíf og menningu í bæjum á Tröllaskaga. Lára Stefánsdóttir og Inga Eiríksdóttir tóku á móti hópnum í Menntaskólanum á Tröllaskaga og sögðu frá skólastarfinu.  Frá þessu er greint á vef mtr.is.

Hægt er að lesa um ferð nemendanna á heimasíðu þeirra skóla, textinn er á ensku.

Mynd: MTR.is/GK