Enn er lokað um Siglufjarðarveg og Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða og snjóflóðahættu. Töluvert hefur snjóað á Norðurlandi undanfarið og er mikill snjór á götum Akureyrarbæjar. Hreinsun gatna er hafin og er að vanda byrjað á helstu leiðum strætisvagnanna.  Fólk ætti að huga vel að því að leggja ekki af stað á bílum sem ráða illa við þá færð sem nú er.