Bæjarráð Fjallabyggðar fundaði í vikunni um stöðu viðbragðsteymis í Ólafsfirði.  Á fundinn mættu Valþór Stefánsson, yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í Fjallabyggð og Anna S. Gilsdóttir, hjúkrunarforstjóri, til þess að fara yfir tillögur stofnunarinnar varðandi fyrsta viðbragð vegna sjúkraflutninga í Ólafsfirði.

Í máli forsvarsmanna HSN í Fjallabyggð kom fram mikilvægi þess að vettvangsliðateymi væri til staðar í Ólafsfirði til að sinna fyrstu hjálp og ætlunin sé að HSN komi á fót slíku teymi.  Alfarið er á ábyrgð HSN að halda úti slíku teymi.

Björgunarsveitin Tindur í Ólafsfirði tilkynnt í febrúar 2019 að ekki hafi reynst mögulegt að manna í sjálfboðavinnu vettvangsliðateymis í Ólafsfirði sem sinna átti fyrsta viðbragði/hjálp við útkall sjúkrabifreiðar í Ólafsfirði frá Siglufirði samkvæmt samningi við HSN.  Björgunarsveitin Tindur sagði því sig verkefninu, en ljóst var í upphafi að erfiðlega gæti reynst að manna teymið.