Veitingamaðurinn Valgeir Sigurðsson á Siglufirði flaggar nú nýjum fána við Aðalgötuna þar sem stendur “Allan fisk á markað“. Valgeir á veitingastaðinn Hafnarkaffi á Siglufirði, og hefur verið þekktur fyrir að láta skoðanir sínar í ljós með skrautlegum fánum.