Tveir leikskólar eru í Fjallabyggð, einn í Ólafsfirði og einn á Siglufirði. 77 börn eru í haust á Leikskólanum Leikskálum á Siglufirði en 41 barn er á Leikskólanum Leikhólum í Ólafsfirði. Engin börn eru nú á biðlista eftir plássi í Fjallabyggð. Alls starfa 37 manns við Leikskóla Fjallabyggðar.