Engin blúshátíð á Ólafsfirði í ár

Forsvarsmenn blúshátíðarinnar, Blue North Music festival í Ólafsfirði gera ekki ráð fyrir því að hátíðin fari fram í ár.  Ekki var sótt um styrk fyrir hátíðinni til Fjallabyggðar í ár en hátiðin hefur verið haldin síðastliðin 17 ár í Ólafsfirði á vegum Jassklúbbs Ólafsfjarðar. Þetta segir Gísli Rúnar Gylfason sem hefur verið í forsvari fyrir hátíðina undanfarin ár.