Umf Glói á Siglufirði ætlar að endurvekja 17. júní hlaup fyrir krakka fædd 2006-2013. Hlaupið hefst á gamla malarvellinum kl. 10:30 á þjóðhátíðardaginn. Félagið stóð fyrir slíkum hlaupum í nokkur ár en síðsta hlaup var haldið árið 2010. Tveir árgangar hlaupa saman í þessu hlaupi og er vonast til að sem flestir taki þátt að endurvekja þetta skemmtilega hlaup.