Slökkviliðsstjóri Dalvíkurbyggðar hefur óskað eftir að í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2020 verði gert ráð fyrir fjármagni til endurnýjunar á slökkvibíl, en kostnaður liggur á verðbilinu 35-55 m.kr. án vsk.  Í gildandi brunavarnaráætlun fyrir Dalvíkurbyggð fyrir árin 2016-2020 var fyrirhugað að endurnýja 64-132 Ford slökkviliðsbifreið liðsins árið 2018, en bifreiðin er 27 ára.

No photo description available.