Ráðast þarf í endurbætur á lyftunni Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar vegna viðvarandi bilana. Á móti hefur verið samþykkt að fresta framkvæmdum á lóð hússins næstu tveggja ára til að mæta kostnaði.
Hlutdeild Dalvíkurbyggðar í endurbótunum eru tæpar 4 milljónir króna. Gert var ráð fyrir lóðaframkvæmdum uppá 1,5 milljónir króna en fjármagnið verður nýtt í viðgerðina á lyftunni.