Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangur. Greining Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum er nú unnin í tíunda sinn og eru Framúrskarandi fyrirtæki 2019 um 2% íslenskra fyrirtækja. Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa. Það er því eftirsóknarvert að komast á lista Framúrskarandi fyrirtækja og njóta þannig aukins trausts.

Meðal þessara fyrirtækja eru 11 skagfirsk fyrirtæki, en það eru:

 • Friðrik Jónsson ehf.
 • Kaupfélag Skagfirðinga svf.
 • Norðurtak ehf.
 • Ó.K. Gámaþjónusta-sorphirða ehf.
 • Raðhús ehf.
 • Spíra ehf.
 • Steinull hf.
 • Steypustöð Skagafjarðar ehf.
 • Tengill ehf.
 • Vinnuvélar Símonar ehf.
 • Vörumiðlun ehf.

 

Til þess að teljast framúrskarandi þurfa fyrirtæki að uppfylla skilyrðin sem eru listuð hér að neðan.

 • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1, 2 eða 3
 • Ársniðurstaða var jákvæð rekstrarárin 2016–2018
 • Eiginfjárhlutfall var a.m.k. 20% rekstrarárin 2016–2018
 • Framkvæmdastjóri er skráður í fyrirtækjaskrá RSK
 • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
 • Ársreikningi var skilað til RSK fyrir rekstrarárin 2016–2018
 • Ársreikningi fyrir rekstrarárið 2018 var skilað á réttum tíma skv. lögum
 • Rekstrarhagnaður (EBIT) var jákvæður rekstrarárin 2016–2018
 • Rekstrartekjur voru a.m.k. 50 milljónir króna rekstrarárin 2017 og 2018
 • Eignir voru a.m.k. 100 milljónir krónar rekstrarárin 2017 og 2018 og a.m.k. 90 milljónir króna rekstrarárið 2016

Heimild: www.creditinfo.is