Eldri borgarar fá lóð fyrir púttvöll

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að veita Félagi eldri borgara á Siglufirði lóð undir púttvöll.  Lóðin er meðfram Hvanneyrarbraut 30-36 á Siglufirði. Runnar verða gróðursettir á lóðinni til þess að auka skjól.