Helgihald í Ólafsfjarðarkirkju verður með reglubundnum hætti næstu vikurnar á meðan sóttvarnalæknir gefur ekki út að samkomubann ríki í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóknarnefnd og sóknarpresti Ólafsfjarðarkirkju.

Sunnudaginn 8. mars kl. 11:00 mun barnastarfið færast yfir á Gullatún í Ólafsfirði. Þar verður hægt að renna á snjóþotum og leika sér í snjónum og boðið verður upp á kakó og kex.

Kl. 14:00 sama dag, verður guðsþjónusta í Ólafsfjarðarkirkju.