Ekkert hross náði Landsmótseinkunn á Kynbótasýningunni á Sauðárkróki sem lauk í gær á yfirlitsýningu. Næst því komst hryssan Katla frá Blönduósi sem Tryggvi Björnsson sýndi í fordómi og Bjarni Jónasson í yfirliti. Hún hlaut 7,84 í aðaleinkunn í fjögurra vetra flokki. Katla er undan Akk frá Brautarholti og Kantötu frá Sveinatungu.

Ljósmyndir frá sýningunni má sjá hér.