Niðurstöður Olweus eineltiskönnunar sem framkvæmd var í Grunnskóla Fjallabyggðar í nóvember 2018 hefur nú verið opinberuð. Þar kemur fram að 97% nemenda í 5.-10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar tóku þátt í könnuninni.

Einelti mælist 3,1% í Grunnskóla Fjallabyggðar sem er mun minna en meðaltal í öðrum Olweusskólum á landsvísu en það var 6,3%.