Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti í haust eftir rekstraraðilum fyrir tjaldsvæðin á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð. Ein umsókn barst fyrir lok umsóknarfrests. Samþykkt hefur verið að ganga til viðræðna við umsækjendur, Halldór Brynjar Gunnlaugsson og Hildi Þóru Magnúsdóttur, um rekstur tjaldsvæðanna.