Sjómannadagshelgin verður hlaðin skemmtiatriðum í Ólafsfirði dagana 31.maí- 2. júní 2019.  Sjómannadagsráðið hefur tilkynnt að búið sé að ganga frá uppistandskvöldi föstudaginn 31.maí þar sem Ari Eldjárn ætlar að setja saman dagskrá og landslið uppistandara mætir. Um kvöldið verður svo ball í Menningarhúsinu Tjarnarborg með Kópbois.  Þá hefur fyrrum landsliðsmaðurinn í fótbolta, Eiður Smári Guðjonhsen gengið til liðs við sjómenn og mun hann gefa sér tíma fyrir myndatöku með krökkunum eftir leik.  Nánari dagskrá helgarinnar verður birt síðar.

KF spilar gegn Sindra, laugardaginn 1. júní kl. 16:00 á Ólafsfjarðarvelli.